Plastlaus september er árvekniátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Við hvetjum fólk til að taka þátt í Plastlausum september, og vonum að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar.
Af hverju eigum við að sleppa plasti?
Plast endist í þúsundir ára og er því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið.
Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast af lélegri gæðum. Allt plast sem við notum og fer ekki til endurvinnslu, safnast fyrir á urðunarstöðum eða í nátturunni og veldur þar skaða um ókomna tíð. Plast endar allt of oft í náttúrunni, og þá sérstaklega í ám, vötnum og sjó. Plast dregur til sín ýmis mengunarefni og þegar það endar í vef lífvera geta efnin þar með endað í fæðu okkar. Mjúkplast inniheldur stundum hormónaraskandi efni (t.d. þalöt) sem eru skaðleg mannfólki.
Veljum okkur verkefni úr listanum og tökum áskoruninni #plastlaus:
Hvað þurfum við að forðast? | Hvað getum við gert? | |
---|---|---|
Henda plasti í almennt rusl. | Skila öllu plasti í endurvinnslu. | |
Ávexti og grænmeti sem pakkað er í plast. | Velja ávexti og grænmeti í lausu og koma með fjölnota poka undir það ef þarf. | |
Plastpoka. | Nota margnota poka, pappakassa, bakpoka eða önnur margnota ílát. | |
Snyrtivörur með plastögnum. | Polyethylene (PE), Polypropylene (PP), Polyethylene terephthalate (PET) og Polymethyl methacrylate (PMMA) eru dæmi um plastefni í snyrtivörum. Kynna sér heiti á plastefnum og nota smáforritið Beat the Microbead. | |
Hreinsiefni í plastumbúðum. | Velja sápur og þvottaefni í pappaumbúðum. Búa til eigið. Kaupa sápustykki í stað brúsa. | |
Þurrvörur í plastumbúðum. | Velja þurrvörur (pasta, rúsínur) í pappaumbúðum eða fara með eigið ílát ef hægt er. | |
Kjöt og fisk í plastumbúðum. | Fara í fiskbúð/kjötbúð sem pakkar í pappa eða býður upp á að setja í ílát að heiman. | |
Rör í drykkjum. | Afþakka rör. | |
Plastglös undir drykki á kaffihúsum/veitingastöðum. | Koma með margnota mál að heiman eða drekka drykkinn í bolla á staðnum. Sleppa plastlokinu. | |
Gos í plastflöskum. | Nota gosvélar. Minnka gosdrykkjuna. | |
Plastpoka í ruslafötur. | Nota dagblöð í stað plastpokans. Með því að safna matarleifum í moltukassa er hægt að losna við alla bleytu úr ruslinu og ruslafatan verður þrifaleg og fín. | |
Hundaskít í plastpokum. | Nota maíspoka eða dagblöð. | |
Rusl sem endar á götunum s.s. blöðrur, sígaretturstubbar. | Halda fast í blöðrurnar svo þær berist ekki út á sjó. Gæta þess að stubbarnir fari í ruslið en ekki á götuna. | |
Plastrusl sem fýkur um göturnar. | Týna það upp og setja það í endurvinnslutunnu. | |
Plastpokarúllur og plastfilmur. | Pakka nesti, afgöngum og öðru í margnota box. |
Ég ætla að taka þátt – hve lengi / hve oft?
- 1 dag
- 1 viku
- Allan september
- Ég ætla að byrja núna til frambúðar
Save
Save
Save
Save
Save
Save
Taktu skrefið
Taktu þátt í Plastlausum september og minnkaðu einnota plastnotkun í einn mánuð með það að markmiði að draga úr henni til frambúðar.
Netföng verða ekki afhent þriðja aðila en verða mögulega notuð fyrir fréttabréf tengd Plastlausum september í framtíðinni. Fréttabréf verða ekki fleiri en tvö á ári.