Byrjað var að framleiða plast þegar tæknin til þess var uppgötvuð upp úr aldamótunum 1900. Til framleiðslunnar þarf annað hvort hráolíu, sem einnig kallast jarðefnaeldsneyti á hinu ylhýra, eða gas. Hráolía er það efni sem kemur upp úr jörðinni þegar dælt er upp olíu, og er hún hreinsuð í stórum mannvirkjum þar sem hún samanstendur af mörgum efnum. Ekki fara öll efnin í bensínið sem framleitt er fyrir bílana okkar, en sum þeirra eru notuð til þess að framleiða mismunandi tegundir af plasti. Það hvernig hráolían er unnin segir til um hvernig plast er hægt að framleiða úr henni, en það getur haft mismunandi eiginleika varðandi endingu, sveigjanleika og útlit.

PVC plast er til að mynda mjög endingargott, en það má finna í regnfötum, garðhúsgögnum og fleira. Það eru hinsvegar eiturefni í því plasti sem skila sér úr í náttúruna sé það ekki endurunnið. Því er mjög mikilvægt að skila því inn á endurvinnslustöðvar.

Íslendingar nota plastvörur á hverjum degi, en til þeirra teljast til dæmis plasttannburstinn sem við notum bæði kvölds og morgna, í tölvunni okkar, í bílnum sem við notum til að keyra í vinnuna og svo eru flíspeysunar sem við klæðumst endurunnar úr plasti.

Þetta er erfið spurning og það er ekki hægt að svara henni af eða á. Það fer eftir alls kyns breytum og aðstæðum. Þegar gerð er lífsferilsgreining á umbúðum kemur plastið yfirleitt best út nema þegar þú tekur inn endurvinnslu eða úrgangsfarveginn. Framleiðsla á t.d. áli hefur í för með sér mikil umhverfisáhrif þar sem þar ertu með langan feril af námuvinnslu og báxítframleiðslu sem er mjög óumhverfisvæn. Það að framleiða einnota plastflösku úr nýju hráefni, flytja hana og urða hefur minni umhverfisáhrif heldur en einnota áldós úr nýju hráefni. Lykilorðið hér er samt sem áður ”einnota”, en um leið og álið er endurunnið þarftu aðeins 5% af orkunni sem fór í að búa til fyrstu vöruna. Það eru því margar breytur sem þarf að huga að áður en svar fæst við þessari spurningu, og það getur þá breyst eftir þeim aðstæðum sem við á.

Málmar henta vel almennt sem umbúðir þar sem þeir eru verðmætir og skila sér því vel inn til endurvinnslu. Mikill ávinningur felst í því að endurvinna málma, en það er hægt að gera aftur og aftur. ÁTVR birti til dæmis nýlega umfangsmikla skýrslu um lífsferilsgreiningu áfengisumbúða og niðurstaðan var sú að best væri að kaupa bjór í dós og vín í fernum og boxum.

Svarið við þessari spurningu svipar til þess með málminn. Framleiðsla á gleri er verri fyrir umhverfið heldur en framleiðsla á plasti en í lok notkunar á vörunni hefur glerið ekki eins mikil áhrif þegar það kemur út í náttúruna þar sem gler er steinefni. Ekki er hægt að framleiða nýjar glerumbúðir í aðrar glerumbúðir og það sama á við um plastið, en ekki er hægt að endurvinna plastflösku í aðra plastflösku. Hinsvegar er hægt að endurvinna plastið í annars konar vörur eins og flíspeysur. Vandamálið við þær er svo það örplast sem fellur til við þvott á þeim sem skolast svo út í sjó með þvottavatninu. Það er umhverfisvænna að flytja vörur í plastumbúðum til Íslands heldur en í glerumbúðum vegna þyngdar, en skoða þarf allan líftíma umbúðanna.

Vandamálið við glerumbúðir er það að við erum ekki að endurvinna gler á Íslandi, heldur er það brotið niður og notað í uppfyllingarefni. Gler sem einnota umbúðir er því alls ekki góður kostur, en ef þú notar umbúðirnar aftur og aftur horfir dæmið allt öðruvísi við. Ef við notum plastumbúðir og endurvinnum þær er það til dæmis skárra heldur en einnota glerumbúðir. Eins og áður þá er lykilspurningin hvaða notkun umbúðirnar fá eftir að varan sem var í þeim klárast og hvort umbúðirnar skila sér í endurvinnslu eða ekki.

Framleiðsla á plasti hefur margfaldast tuttugufalt frá árinu 1964 og heldur áfram að aukast. Samkvæmt tölum frá árinu 2014 henda Norðurlandabúar um 70.000 tonnum af plasti á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað alheimsátaki gegn plastmengun í höfum, en eitt af meginmarkmiðum átaksins er að binda enda á notkun einnota plastumbúða. Frakkar eru sú þjóð sem hafa gengið hvað lengst í þáttöku í átakinu, en þeir hafa bannað einnota plastpoka í verslunum og einnota hnífapör og diska úr plasti. Í samanburði henda Íslendingar um 70 milljónum plastpoka á ári hverju, sem eru um 1.120 tonn af plasti. Þar sem gert er ráð fyrir að ca. 2 kg af olíu til að framleiða 1 kg af plasti þá þarf 2.240 tonn af olíu til að framleiða alla þá plastpoka sem Íslendingar henda árlega.

Íslendingar henda almennt einnota plasti strax eftir notkun. Talið er að hver plastpoki sé notaður í um 25 mínútur að meðtaltali. Hver einn og einasti Íslendingur skilur eftir sig um 40 kg af úrgangi umbúðarplasts á ári.

Plast kemur oft við sögu í daglegu lífi og mikið af öryggisbúnaði er búin til úr plasti, eins og barnabílstólar, hjálmar og öryggisgleraugu. Plast er efni sem hefur valdið umbyltingu á mörgum vígstöðum. Mataröryggi mannsins hefur batnað þar sem matvæli geta nú geymst lengur vegna plastumbúða. Allskonar vörur sem auðvelda okkur lífið eru gerðar úr plasti, svo sem farsímar, tölvur, burðarpokar og fleira. Það er plast í flugvélum og bílum sem gerir farartækin léttari sem gerir það að verkum að þau þurfa minna eldsneyti. Plastið endist ótrúlega lengi sem getur verið mikill kostur í vörum sem eiga að endast og duga lengi. Plast er því alls ekki alslæmt, það á bara ekki að vera framleitt til þess að vera einnota.

Íslendingar eru duglegir að endurvinna plastflöskur og heyrúlluplast, en flöskurnar bera skilagjald sem neytandinn fær til baka þegar hann skilar þeim í endurvinnslu. Annað plast, eins og umbúðaplast, skilar sér illa en einungis 10-11% þess skilar sér í endurvinnslutunnur. Samanlagt skilar sér því um 30% plasts í endurvinnslu og þessvegna er um 70% alls umbúðaplasts urðað hér á landi. Fyrir okkur Íslendinga verður það að teljast alvarlegt umhugsunarefni að svo lítið plast skili sér í endurvinnslu, en um 8% allra plastpoka enda í hafinu, sem jafngildir um 5 milljónum plastpoka árlega á Íslandi. Þjóð sem byggir afkomu sína að miklu leyti af sjávarútvegi hefur mikið tilefni til úrbóta í þeim málum.

Hægt er að setja dagblöð í botninn á ruslafötunni og tæma úr fötunni sjálfri í tunnuna. Sú hugmynd er ekki aðlaðandi fyrir alla, sem eru hræddir um að laust rusl geti auðveldlega fokið í veðráttunni sem er hér á landi. Einnig hafa sorpvinnsluaðilar hafið sölu á pokum úr niðurbrjótanlegum efnum t.d. maíspokum.

Allt fer þetta eftir aðstæðum hvers og eins. Lykilatriðið er, að ef þú byrjar að flokka heimilissorp almennilega þar sem þú endurvinnur plast, pappír, gler, málm og lífrænan úrgang, þá minnkar heimilissorpið verulega. Og því minna heimilissorp sem fellur til, því færri poka þarftu að nota á árið í ruslafötuna. Minni neysla og meðvitaðri neysla skilar líka minna rusli.

Að mikilvægt sé að endurnota, endurvinna og almennt neyta minna. Þá skiptir sköpum að hætta notkun á öllum óþarfa einnota umbúðum eins og rörum, plasthnífapörum og plastpokum. Almennt séð þarf að draga verulega úr allri notkun einnota umbúða, sama úr hvaða efni þær eru.

Loka yfirliti