Börnum fylgir gjarnan mikið plast. Hér eru nokkur ráð til að draga úr plastnotkun sem tengist börnum og ummönnun þeirra.

  • Bleyjur: Notum taubleyjur í stað eða á móti einnota bleyja.
  • Þurrkur: Notum margnota þvottastykki í stað einnota blautþurrka.
  • Leikföng: Veljum leikföng úr náttúrulegum efnum, svo sem viði, í stað plasts. Kaupum minna af leikföngum og fáum notuð leikföng.
  • Barnaafmæli: Notum taudúk á borðið í barnaafmælum og skraut úr pappír í stað blaðra.
  • Borðbúnaður: Notum eigin borðbúnað í stað þess að kaupa inn diska og glös sem við svo hendum. Ef ekki er til nóg af borðbúnaði á heimilinu, fáðu þá lánað.

Bleyjur
Notkun taubleyja á Íslandi hefur aukist mikið síðustu ár og er sérstakt taubleyju-spjall á Facebook orðið frægt fyrir mikinn fróðleik og umræður. Áætlað er að börn noti um 5000 bleyjur á fyrstu árum ævi sinnar og það tekur nokkur hundruð ár fyrir pappírsbleyjur að brotna niður í umhverfinu. Framleiðsla pappírsbleyja, úrgangur sem fellur til við notkun þeirra og umbúðirnar utan um þær gefa tilefni til þess að íhuga að taka upp margnota taubleyjur. Sérstaklega á Íslandi þar sem við höfum nóg af vatni og hreina orku til þess að keyra áfram þvottavélarnar okkar.
Ábendingar um söluaðila:
Bambus

Blautþurrkur
Foreldrar með börn á bleyjualdri nota margir hverjir blautþurrkur þegar þeir eru að þurrka börnunum. Umbúðirnar utan um blautþurrkurnar eru nánast undantekningarlaust úr plasti. Hægt er að skipta út einnota blautþurrkum fyrir margnota þvottastykki sem eru þvegin eftir notkun og notuð aftur.
Ábendingar um söluaðila:
Cheekywipes
Bambus

Barnaleikföng
Plast sem merkt er PVC hefur verið bannað í barnaleikföngum, en það er eiturefni sem getur haft neikvæð áhrif á fólk. Umbúðir utan um plastleikföng eru oft líka úr plasti. Foreldrar ættu að vera meðvitaðir um merkingar á plastleikföngum og hvað þær þýða. Hægt er að velja leikföng úr náttúrulegum efnum, eins og viði. Mikið úrval er af tréleikföngum á Íslandi.
Ábendingar um söluaðila:
Tréleikföng Jóhönnu
Leikfangaland
Bambus

Barnaafmæli
Flestir kannast við barnaafmæli þar sem þemað snýst um teiknimyndapersónu sem barnið hélt upp á. Blásnar eru upp blöðrur, plastdúkur keyptur á borðið, rör og plastglös keypt sem og teskeiðar úr plasti. Flestar þessara vara eru einnota og þeim hent eftir notkun. Hægt er að nota taudúk á borðið, skraut eða borða úr pappír í staðinn fyrir blöðrurnar, og fá borðbúnað lánaðan.

Teiknimyndapersónum og þemanu, sem barnið óskar eftir, er svo hægt að koma til skila t.d. með köku og allskonar pappírsskrauti.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

 

Loka yfirliti