Af hverju ætti ég að flokka plast?

Allt plast sem hefur verið framleitt í heiminum er ennþá til. Plast brotnar ekki niður í náttúrunni þannig að það verði aftur að jarðvegi með tímanum. Ef það brotnar niður, þá er það í margar smærri einingar, eða plastagnir. Örplast af þessu tagi í hafinu er til dæmis að verða að ört sækkandi vandamáli.

Plast sem er á víðavangi getur fokið í sjóinn, eins og plastpokar og aðrar umbúðir, og því miður eru mörg dæmi þess að fiskar og önnur dýr í hafinu neyti plastsins, sem getur þá að lokum endað á disknum hjá okkur mannfólkinu, þar sem það hefur komist inn í fæðukeðju dýrsins.

Önnur ástæða sem gæti höfðað til fólks, er sú að plast er framleitt úr olíu. Ef fólk er fylgjandi því að aftengja hagkerfið og bílaflotann frá jarðefnaeldsneyti, þá skýtur skökku við að vilja áfram dæla olíu upp úr jörðinni til þess að búa til lok á einnota kaffibollann.

Fræðandi myndband um flokkun plast má sjá á Youtube.

 

Hvernig flokkar maður plast?

Flokkun á plasti skiptist í flokkun á umbúðum, sem gefa úrvinnslugjald, og svo því plasti sem ekki ber úrvinnslugjald. Það plast sem ber ekki úrvinnslugjald er til dæmis að finna í garðstólum, þvottabölum og snjóþotum. Þess háttar plast þarf að fara með á móttökustaði sorpu eða sambærilegs fyrirtækis í þínu sveitarfélagi – nema það komist fyrir í plasttunnunni þinni.

Taka þarf plastumbúðir sem búið er að nota og þrífa það og þurrka áður en umbúðunum er hent í plasttunnuna. Ef það er ekki gert er plastið tekið frá þegar komið er í sorpstöðina og sett í urðum. Því hvetjum við fólk til þess að flokka og gæta þess að plastið sé bæði hreint og þurrt.

Nánari upplýsingar og fróðleik um flokkun plasts má finna í flokkunarleiðbeiningum Sorpu.

 

Hvað verður um plastið sem ég flokka?

Á Íslandi er allt plastrusl og allar plastflöskur sem fara í endurvinnslu pressað saman í bagga form og sett í gám og flutt úr landi til sama fyrirtækis í Svíþjóð sem heitir Stenarecycling þar sem plastið er endurunnið eða brennt til orkuvinnslu.

 

Hvar get ég hent plasti?

Þú getur hent plasti annaðhvort í grenndargáma eða þar til gerðar tunnur. Það fer eftir því í hvaða sveitafélagi þú býrð í hvaða tunnu má henda plasti, en hjá sumum er það í bláu tunnuna á meðan í öðrum er það í þá grænu.

 

Hvar get ég nálgast tunnu fyrir plastið?

Sveitafélög um allt land bera ábyrgð á sorphirðu og að Ísland nái markmiðum um endurvinnslu. Við hvetjum því fólk til þess að hafa samband við sitt sveitafélag eða fara inn á heimasíðu þess og kynna sér málin.

 

Loka yfirliti