Hér fylgja nokkur ráð til að minnka notkun á plasti tengdu hreinlætisvörum.
- Blautklútar: Hættum notkun á blautklútum sem koma í plastumbúðum. Notum frekar fjölnota tuskur.
- Hreinsiefni: Minnkum notkun á hreinsiefnum. Ef við notum minna af hreinsiefnum þá þurfum við sjaldnar að kaupa þau og þá notum við minna plast.
- Tréklemmur: Notum tréklemmur í stað plastklemma.
- Þvottaefni: Kaupum þvottaefni í pappírsumbúðum eða áfyllanlegum umbúðum. T.d. má kaupa áfyllingu á Ecover uppþvottalöginn hjá Heilsuhúsinu.
- Þvottur: Þvoum flís og gerviefni sjaldan, úr flísefni skolast örplast út í sjó.
Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.