Líklega eru matarinnkaup mesta uppspretta einnota plasts sem fellur til á íslenskum heimilum. Hér eru nokkur ráð til að draga úr því:

 • Notum margnota poka í stað plastpoka við innkaup, eða pappakassa.
 • Veljum vöru í pappaumbúðum frekar en plastumbúðum.
 • Sleppum því að setja grænmetið í plastpoka í grænmetisdeildinni eða tökum með okkur margnota poka að heiman.
 • Veljum grænmeti og ávexti sem er ekki pakkað í plast.
 • Kaupum stærri einingar ef við getum. Þá er hlutfall umbúðanna yfirleitt minna miðað við innihaldið. Á sama tíma þurfum við að varast það að kaupa meira en við þurfum og stuðla þannig að matarsóun.
 • Á leið um Efstadal við Laugarvatn er tilvalið að kaupa skyr í pappaumbúðum eins og í gamla daga.
 • Veljum mjólkurvörur í fernum en ekki í plasti.
 • Verslum það sem hægt er í eigin umbúðir, þ.e. farðu með eigið ílát og láttu fylla á – þetta er meðal annars hægt að gera í Matarbúri Kaju við Óðinstorg og á Akranesi, í Frú Laugu í Laugarnesinu og í Bændum í bænum á Grensásvegi.
 • Förum með eigin box í ís-, kjöt- og fiskbúðir og reynum að fá vöruna í þau í stað þess að þá hana í einnota plast- eða álboxum.
 • Verslum við fiskbúðir sem afhenda fiskinn í pappabökkum en ekki plastbökkum, s.s. Fiskbúð Hólmgeirs.
 • Veljum drykki í fernum frekar en í plastflöskum.

Ertu með ábendingu? Taktu þátt í umræðuhópnum um Plastlausan september á Facebook eða sendu okkur tölvupóst.

Loka yfirliti