Vilt þú byrja áskorun í þínu nærsamfélagi eða á þínum starfsvettvangi?

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og allir aðrir eru hvattir til að taka þátt í áskorunum í tilefni af Plastlausum september. Í því felst að viðkomandi skorar á annan að minnka plastnotkun í september (og helst til frambúðar).

Öll fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt geta fengið áskorunina birta á heimasíðu átaksins. Skrifaðu okkur á info@plastlausseptember.is og sendu okkur hlekk á áskorunina. Við deilum líka ýmsu á samfélagsmiðlum átaksins.

Munum að nota myllumerkið #plastlaus

Plastlausar áskoranir

Bókasafn Reykjanesbæjar ríður á vaðið og ætlar að hætta að bjóða upp á plastpoka. Þar verður einungis boðið upp á fjölnota poka sem seldir verða á kostnaðarverði. Þar verður líka staðsett fyrsta Pokastöðin í Reykjanesbæ. Bókasafn Reykjanesbæjar skorar á Bókasafn Grindavíkur að minnka plastnotkun í september.

Loka yfirliti